Hagsmunasamtök Gunnjóna

Hagsmunasamtök Gunnjóna eru samtök fyrir alla sem heita Gunnjón. Allir Gunnjónar hafa rétt á því að ganga í samtökin óháð andlegu eða líkamlegu atgervi, uppruna, menningu, kyni eða trú

Samtökin hafa það að markmiði að standa vörð um hagsmuni Gunnjóna og tryggja þeim aukin tækifæri í framtíðinni. Sömuleiðis vilja samtökin fræða almenning um nafnið ,,Gunnjón" til að koma í veg fyrir þá fjölmörgu misskilninga sem svo sjaldgjæft nafn getur valdið. Einnig vilja Hagsmunasamtök Gunnjóna efla gunnjónska menningu og auka hróður hennar meðal almennings.

gallery/gunnjón2

Hagsmunasamtök Gunnjóna

STEFNUSKRÁ

1.Efla hag allra Gunnjóna og standa vörð um réttindi þeirra

Hagsmunasamtök Gunnjóna vilja styrkja stöðu Gunnjóna í samfélaginu og sjá til þess að enginn Gunnjón þurfi að líða skort. 100% Gunnjóna hafa lokið bæði háskólanámi og iðnnámi en allir þéna þeir þó töluvert undir meðlallaunum. Sömuleiðis glíma allir Gunnjónar við einhverskonar fötlun. Samtökin vilja rétta hag Gunnjóna og auka tækifæri þeirra. 

 

 

 

Gunnjónar upplifa reglulega fáfræði um nafn sitt. Algengt er að fólk kalli þá nöfnum á borð við Guðjón, Gunnstein, eða Gólíó. Þetta er sérstaklega algengt þegar Gunnjónar reyna að panta borð eða veitingar. Hagsmunasamtök Gunnjón vilja stuðla að fræðslu um nafnið Gunnjón með það að markmiði að hlífa komandi kynslóðum Gunnjóna frá þessari smán. 

 

 


Vegg Tryggingastofnunar ríkisins við Laugaveg prýða ótal íslensk nöfn. Gunnjón er ekki meðal þeirra. Hagsmunasamtök Gunnjóna telja að í þessu felist útskúfun og jaðarsetning á Gunnjónum og telja að ef nafn þeirra fer upp á vegg komist það á táknrænan hátt í tölu samfélagslega viðurkenndra nafna.  

 

 


Hlemmavídeó eru frábærir sjónvarpsþættir sem sameina á snilldarlegan hátt ráðgátur í anda rökkurmyndana og bráðfyndið grín með smá dass af hinu yfirnáttúrulega og vænan skammt af æsispennandi ævintýrum. Aðalsöguþráður þáttana gengur út á það að Siggi Hlemm (Pétur Jóhann Sigfússon) erfir vídeóleigu föður síns. Siggi hefur engan áhuga á rekstri fyrirtækisins en lætur sig dreyma um að verða einkaspæjari. Hann kemst fljótt að því að dauða föður hans bar ekki að með eðlilegum hætti og flækist þá í vef lyga og morða í biksvörtu steinsteypuhjarta borgar óttans. Einnig eru minni sögur í hverjum þætti sem standa á eigin fótum. *

Siggi kemst oft í hann krappan en honum til halds og traust eru hin dularfulla en úræðagóða Sómastúlka (Ágústa Eva Erlendsdóttir) og sérvitringurinn Anton (Vignir Rafn Valþórsson) sem sér allt í gegnum linsu kvikmyndanna. Þættirnir eiga líka hrós skilið fyrir fagurfræði en sú Reykjavík sem birtist í þáttunum hefur sjaldan sést áðu. Hún er sóðaleg, drungaleg, og það virðist altlaf vera nýbúið að rigna. Þetta er ímynd sem er í senn raunsæ en ýkir líka alveg passlega mikið til að gefa umhverfinu sterkari karakter þannig að þessi rökkurmynda Reykjavík verður í raun ein af aðalpersónum þáttanna. 

 

Þrátt fyrir allt þetta eru Hlemmavídeó stórlega vanmetnir sjónvarpsþættir. Þeir hafa meira að segja birst á lista yfir verstu sjónvarpsþætti íslandssögunnar en Hagsmunasamtök Gunnjóna telja að það sé fásinna og að fyrst og fremst hafi þættirnir ekki hlotið það lof sem þeir eiga skilið því að fólk vissi ekki alveg hvernig það ætti að taka þeim. Þeir fóru í loftið í kjölfar gríðarlegra vinsælda Vaktaseríunnar og var fólk því með ákveðnar væntingar til þeirra sjónvarpsþátta sem Pétur Jóhann Sigfússon lék í og bjóst líklega við meiri frasahúmór og var því ekki tilbúið að gefa þessum mögnuðu þáttum það tækifæri sem þeir áttu skilið. Því var aðeins gerð ein sería af Hlemmavídeó. Fyrsta sería endar þannig að það eru fáir lausir þræðir en bjóða þó mikið upp á fleiri sögur með sömum persónum en þættirnir enda einmitt á því að persónurnar leggja af stað í eitthvað nýtt og spennandi ævintýri sem við fengum því miður aldrei að sjá, allavega enn sem komið er.

 

Þættirnir eru mikilvægur hluti af Gunnjónskri menningu og því er það mikið hitamál fyrir Hagsmunasamtök Gunnjóna að önnur sería líti dagsins ljós og eru Gunnjónar tilbúnir að beita öllum tiltækum ráðum til þess að sjá til þess að hún komist í loftið.

 
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

2.Stuðla að fræðslu um nafnið

3. Sjá til þess að nafnið verði sett upp á vegg hjá TR á Laugavegi

4.Þrýsta á að það verði gerð önnur sería af Hlemmavídeó.

Hagsmunasamtök Gunnjóna

gallery/images-blog-post-1

Stofnfundur Hagsmunasamtaka Gunnjóna

Stofnfundur Hagsmunasamtaka Gunnjóna var haldinn á Vitabar síðastliðinn laugardag. Fundurinn var mjög vel sóttur en allir Gunnjónar landsins sáu sér fært að mæta. Góður andi var í hópnum og mikil spenna fyrir því að taka höndum saman og standa vörð um hagsmuni þessa örsmáa og oft gleymda hóps.

Kosningar í stjórn samtakanna fóru fram. Gunnjón Gestsson var kosinn formaður eða ,,Allsherjargunnjón", Gunnjón Gestsson var kosinn varaformaður, Gunnjón Gestsson bauð sig einn fram til bókara og hlaut kjör, Gunnjón Gestsson var valinn ritari, og Gunnjón Gestsson bauðst til að sjá um vefsíðugerð samtakanna og var hann kosinn vefstjóri. Allar kosningar voru einróma.

www.000webhost.com